• Blómin frá Espiflöt

  • Við opnun Sigurhæða

  • Haustkransagerð

  • Gróðursetning í júní

  • Undirritun samnings við Árborg

Landssambandsfundur á Selfossi 2023

343127007 934615667692358 3462533291807309953 nLandssambandsfundurinn var haldinn að þessu sinni á Hótel Selfossi. Alls 219 systur úr öllum klúbbum landsins sátu fundinn. Suðurlandssystur buðu kvöldið áður til móttöku í Sumarliðabæ, sem er hestabúgarður í einkaeigu í Rangárvallasýslu. Hjónin sem hann reka sýndu í verki stuðning sinn við Sigurhæðir, verkefni Suðurlandssystra, með því að fella niður húsaleigu fyrir móttökuna. Í Sumarliðabæ buðu systur upp á ýmsar kræsingar og léttvín. Skemmtiatriðin voru tvíþætt, annars vegar riðu þeir Ólafur Ásgeirsson og sonur hans áreynslulaust um svæðið í höllinni á glæsilegum gæðingum. Hins vegar söng Herdís Rútsdóttir nokkur lög við undirspil Alexanders Freys Olgeirssonar. Óhætt er að segja að góð stemning hafi myndast og systur skemmt sér vel saman á glæsilegum hestabúgarði.

  • Created on .

Afmælishátíð Sigurhæða

338484587 995948408053112 4515698426425121676 nÞann 19. mars 2023 var haldin hátíð í tilefni þess að tvö ár voru liðin frá opnun Sigurhæða. Klúbbsystur fjölmenntu ásamt mökum í Risið þar sem afmælið var haldið hátíðlegt, og þangað mættu líka verkefnisstjórn Sigurhæða og bæjarstjórar Árborgar og Hveragerðis, þau Fjóla St. Kristinsdóttir og Geir Sveinsson. Einnig heiðraði Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurlandskjördæmis okkur með nærveru sinni ásamt systur sinni, Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar. Á hátíðinni var undirritaður samningur við Árborg um árlegan fastan styrk til næstu þriggja ára. Ragnhildur Gröndal söngkona söng nokkur ljúflingslög við gítarundirleik eiginmanns síns, Guðmundar Péturssonar. Léttar veitingar voru í boði og var það samdóma álit okkar klúbbsystra að vel hefði  tekist til við að fagna þessum tímamótum.

  • Created on .

Málþing um Sigurhæðir

20220519 101457.jpgÞann 19. maí 2022 hélt Soroptimistaklúbbur Suðurlands velheppnað málþing um árangur Sigurhæða á fyrsta starfsári þeirra. Á málþinginu fluttu ávörp þau Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Jóna Ingvarsdóttir, formaður klúbbsins, gerði grein fyrir klúbbnum og starfi hans, og Hafdís Karlsdóttir, verðandi forseti Evrópusambands Soroptimista, sagði frá samstöðu Soroptimista í hinum ýmsu verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur. Meðal erinda má nefna erindi Hildar Jónsdóttur, verkefnastýru Sigurhæða, um velgengni verkefnisins, erindi Jóhönnu Kristínar Jónsdóttur, sálfræðings, um árangur af EMDR áfallameðferðinni, erindi Elísabetar Lorange um nálgun Sigurhæða svo og erindi Kristínar Önnu Hjálmarsdóttur, kynjafræðings, um ytra mat á undirbúningi og innleiðingu Sigurhæðaverkefnisins. Auk þeirra erinda sem sneru beint að Sigurhæðum flutti Þórður Kristinsson, jafnréttisfræðari, erindi um karlmennskuna, Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði, flutti erindi um vinnu með gerendum og Þóra Björnsdóttir, verkefnisstjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum, erindi um forvarnarstarf gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Upptöku af málþinginu má finna á sigurhaedir.is.

  • Created on .

Tiltekt við Sigurhæðir

278569625 10223508197805025 1151795491694142170 nNíu systur og einn eiginmaður mættu í garðinn við Sigurhæðir til að snyrta og taka til í garðinum. Hendur voru látnar standa fram úr ermum og árangurinn kom fljótt í ljós. Eftir vinnu dagsins átti hópurinn svo sannarlega skilið að fá kaffi og gott með því.

  • Created on .