Skip to main content
 • Menningarhúsið Kópavogi

 • Krakkapottur

 • Kópavogskirkja

 • Golf á Sigló

  Apríl fundur var vinnustaðafundur

  Soroptimistaklúbbur Kópavogs og Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness héltu sameiginlegan vinnustaðafund 3. apríl sl. á vinnustað tveggja systra Önnu Hugrúnu frá Kópavogsklúbbi og Sigrúnar Eddu frá Seltjarnarnesklúbbnum.  Tryggingastofnun ríkisins var heimsóttur. Farið var yfir hefðbundna dagsrká og síðan fengu systur kynningu á starfsemi Tryggingastofnununar. Alltaf gaman að hitta aðrar systur úr öðrum klúbbum.

  339985600 760728409048920 6774235597706863348 n

  aa

  Aðalfundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs

  Aðalfundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldin mánudaginn 16. janúar 2023. Tvær systur gengu úr stjórn og voru þeim færðar rósir. Á myndinni hér fyrir neðan eru þær sem gengu úr stjórn Hulda Skúladóttir og Kristín Helga Ólafsdóttir ásamt formanni Þóru Guðnadóttur

  2 úr stjórna

  Þrjár nýjar systur voru boðnar velkomnar í klúbbinn þær Jónína Árnadóttir Linda Björk Hlynsdóttir og Steinunn Tryggvadóttir. Stilltu þær sér upp í hefðbundna myndatöku með sínum meðmælendum.

  3 nyjara

   

  Jólafundur 2022

  Jólafundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldinn 12. desember sl. Það var góð mæting á jólafuninn eða um 40  systur, auk átta gesta sem komu á fundinn til að kynna sér starfsemi klúbbsins. Skemmtinefndin sá um dagskrána, söngur og gítarleikur, Ninný las upp skemmtisögu og haldið var happadrætti. Fjáröflun klúbbsins að þessu sinni þ.e. síldarsalan hefur gengið mjög vel. Búið er að kaupa Bónuskort fyrir bágstadda í Kópavogi sem búið er að útdeila til prestanna í Kópavogi. Ákveðið var að safna peningum fyrir jólagjöfum handa börnum í stað þess að vera með jólapakka handa hver annarri. Einnig á að kaupa gjafir fyrir flóttafólk frá Úkraníu. Síðan var sungið saman í lok fundar. Yndisleg samvera og hátíðleg. 

  jola1jola2.jpg

   

  jol4jola3

   

  16 daga átak "Þekktu rauðu ljósin" Soroptimistar hafna ofbeldi

   

  Lindakirkja

  Lindarkirkja hefur verið lýst upp í roðagylltum lit til að vekja athygli á 16 daga alþjóðlega átakinu okkar að roðagylla heiminn.   "Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi" er slagorð íslenskra Soroptimista í 16 daga átakinu að þessu sinni. Átakið sem leitt er af Sameinuðu þjóðunum og er alþjóðlegt hefst 25. nóvember og því lýkur 10. desember.
  Um allan heim sameinast hin ýmsu samtök í því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi með ýmsum hætti en roðagylltur litur er einkenni átaksins, #roðagyllumheiminn, #orangetheworld, en hann á að tákna bjartari framtíð.
  Markmið 16 daga átaksins að þessu sinni er að beina athyglinni að forvörnum og fræðslu og hafa Soroptimistar útbúið fræðsluefni um hinar ýmsu myndir ofbeldis sem flokka má í sex flokka:
  andlegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, fjárhagslegt ofbeldi, stafrænt ofbeldi og eltihrellir. Ekki er alltaf auðvelt að átta sig á því að um ofbeldi sé að ræða í samböndum fólks en það getur átt sér stað óháð kyni, aldri og kynhneigð.

  spjald fram

   

   

  Júní fundur í Systrabotnum

  Júnífundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldin í Lækjarbotnum þar sem klúbburinn hefur oft haldið sína júnífundi. Klúbburinn hefur verið að rækta upp í  Lækjarbotnum við Selfjall frá 1993. Nokkrar myndir frá fundinum.

  systra

   

  helga

  hulda

  Landssambandsfundur 2022

  10 systur frá Soroptimistaklúbbi Kópavogs mættu á Landssambandsfund á Snæfellsnesi dagana 22. -  24. apríl 2022. 

  lands