Skip to main content
  • Menningarhúsið Kópavogi

  • Krakkapottur

  • Kópavogskirkja

  • Golf á Sigló

    Jólafundur 2023

    Jólafundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldinn 11. desember sl. Það var góð mæting á jólafundinn. Tvær nýjar systur voru teknar inn á jólafundinum þær Guðbjörg Jóna Pálsdóttir og Inga Þórisdóttir sem sjást hér á myndinni ásamt formanni og varaformanni.

    ny

     Skemmtinefndin sá um dagskrána, söngur og gítarleikur og leynigestur sem kom á svæðið sem skemmti systrum sem eftirherma Elvis Presley.  Systur óskuðu hver annarri gleðilegra jóla.

     majamagga

     

    Fjáröflun - Síldarsala

    Kópavogsklúbbur mun selja jólasíld, gæðjólasíld frá Ósnesi Djúpavogieins eins og undanfarin ár. Frábær gjöf á aðventunni. 1 kíló af síld í mareneringu á 4.200 kr. Ágóðinn rennur til Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri og Kvennaathvarfsins á Akureyri og annarra góðra verka.
    sild

    Kópavogssystur selja appelsínulitaðar nellikur

    Soroptimistaklúbbur Kópavogs selur appelsínugular nellikur í tilefni átaksins ,,Roðagyllum heiminn“. Vöndurinninn kostar 2.900 kr. Ágóðinn rennur til Stígamóta

    Nellikur

    Apríl fundur var vinnustaðafundur

    Soroptimistaklúbbur Kópavogs og Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness héltu sameiginlegan vinnustaðafund 3. apríl sl. á vinnustað tveggja systra Önnu Hugrúnu frá Kópavogsklúbbi og Sigrúnar Eddu frá Seltjarnarnesklúbbnum.  Tryggingastofnun ríkisins var heimsóttur. Farið var yfir hefðbundna dagsrká og síðan fengu systur kynningu á starfsemi Tryggingastofnununar. Alltaf gaman að hitta aðrar systur úr öðrum klúbbum.

    339985600 760728409048920 6774235597706863348 n

    aa

    Aðalfundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs

    Aðalfundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldin mánudaginn 16. janúar 2023. Tvær systur gengu úr stjórn og voru þeim færðar rósir. Á myndinni hér fyrir neðan eru þær sem gengu úr stjórn Hulda Skúladóttir og Kristín Helga Ólafsdóttir ásamt formanni Þóru Guðnadóttur

    2 úr stjórna

    Þrjár nýjar systur voru boðnar velkomnar í klúbbinn þær Jónína Árnadóttir Linda Björk Hlynsdóttir og Steinunn Tryggvadóttir. Stilltu þær sér upp í hefðbundna myndatöku með sínum meðmælendum.

    3 nyjara

     

    Jólafundur 2022

    Jólafundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldinn 12. desember sl. Það var góð mæting á jólafuninn eða um 40  systur, auk átta gesta sem komu á fundinn til að kynna sér starfsemi klúbbsins. Skemmtinefndin sá um dagskrána, söngur og gítarleikur, Ninný las upp skemmtisögu og haldið var happadrætti. Fjáröflun klúbbsins að þessu sinni þ.e. síldarsalan hefur gengið mjög vel. Búið er að kaupa Bónuskort fyrir bágstadda í Kópavogi sem búið er að útdeila til prestanna í Kópavogi. Ákveðið var að safna peningum fyrir jólagjöfum handa börnum í stað þess að vera með jólapakka handa hver annarri. Einnig á að kaupa gjafir fyrir flóttafólk frá Úkraníu. Síðan var sungið saman í lok fundar. Yndisleg samvera og hátíðleg. 

    jola1jola2.jpg

     

    jol4jola3