Skip to main content
 • Menningarhúsið Kópavogi

 • Krakkapottur

 • Kópavogskirkja

 • Golf á Sigló

  Jólafundur 2022

  Jólafundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldinn 12. desember sl. Það var góð mæting á jólafuninn eða um 40  systur, auk átta gesta sem komu á fundinn til að kynna sér starfsemi klúbbsins. Skemmtinefndin sá um dagskrána, söngur og gítarleikur, Ninný las upp skemmtisögu og haldið var happadrætti. Fjáröflun klúbbsins að þessu sinni þ.e. síldarsalan hefur gengið mjög vel. Búið er að kaupa Bónuskort fyrir bágstadda í Kópavogi sem búið er að útdeila til prestanna í Kópavogi. Ákveðið var að safna peningum fyrir jólagjöfum handa börnum í stað þess að vera með jólapakka handa hver annarri. Einnig á að kaupa gjafir fyrir flóttafólk frá Úkraníu. Síðan var sungið saman í lok fundar. Yndisleg samvera og hátíðleg. 

  jola1jola2.jpg

   

  jol4jola3